Fara í efni

Heimilisbrauð er klassík á borðum landsmanna

20.03.2020

Heimilisbrauð er klassík á borðum landsmanna og ómissandi í matargerð. Það er því skemmtilegt að fara aðeins yfir sögu samlokunnar. Nú á dögum er orðið samloka eitt algengasta orðið í matargerð. Heimagerðar gómsætar samlokur eru allskonar og algengt er að börn fái sér samlokur sem og fullorðnir. Að bæta álegg á milli tveggja sneiða af heimilisbrauði geta allir fjölskyldumeðlimur gert hvenær sem er, á öllum tímum sólarhringsins. Samloka með fersku áleggi, grilluð, ristuð. Hugmyndirnar að áleggi á milli sneiðanna geta verið endalausar.

Fyrsta skiptið sem orðið samloka kemur fram á ensku „Sandwich“ var í minnisbók Edwards Gibbons, þar sem hann skrifar „sneiðar af köldu kjöti“ sem samloka. Hún var nefnd eftir manni sem hét John Montagu, 4. greifinn af Sandwich. Það er sagt að Hr. Sandwich hafi beðið einkaþjón sinn um kjöt á milli tveggja sneiða af brauði heimilisins. Eftir það byrjuðu margir að panta „þessa sömu og Sandwich fékk sér“. Það er yfirleitt sagt að Hr. Sandwich hafi verið mjög hrifin af þessu því þá gat hann haldið áfram að spilað kortspil, sértakalega tveggja til fjögurra manna spilið Cribbage á meðan hann át, án þess að nota gaffal, og án þess að spilin urðu fitug með því að borða með höndunum.