Fara í efni

Gleðilegt nýtt ár - Myllu Heimilisbrauð með landsmönnum í 30 ár

30.12.2025

Nýtt ár er tími upphafs og samveru. Þetta er jafnframt tími til að hægja aðeins á, líta yfir farinn veg og fagna því sem hefur reynst okkur traust og gott. Núna er sérstakt tilefni til slíks hjá Myllunni því Myllu Heimilisbrauð fagnar 30 ára afmæli á nýju ári. 

Myllu Heimilisbrauð hefur í þrjá áratugi verið hluti af daglegu lífi inni á íslenskum heimilium. Um er að ræða brauð sem hefur fylgt okkur í senn í gegnum morgunverðinn, helgarnar og kaffitímana, enda er það alltaf nýbakað og alltaf gott. Margir eiga góðar minningar af Myllu Heimilisbrauði og muna eftir ófáum ristuðum brauðsneiðum og samlokum. Það hefur líka verið sérstaklega vinsælt á heimilum landsmanna að nota Myllu Heimilisbrauð í heita brauðrétti.

Við horfum fram á hraðar breytingar í samfélaginu og daglegu lífi en þrátt fyrir það hefur þörfin fyrir einfaldan og heiðarlegan mat ekki minnkað, heldur þvert á móti. Þar er Myllu Heimilisbrauð fremst í flokki. 

Á þessum stóru tímamótum viljum við færar landsmönnum hjartans þakkir fyrir að hafa haft Myllu Heimilisbrauð hluta af sinni daglegu rútínu síðustu 30 árin. Það hafa verið forréttindi að fylgja ykkur og við hlökkum til næstu 30 ára. 

Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs með von um fleiri notalegar stundir við eldhúsborðið með Myllu Heimilisbrauði.