Fara í efni

Taktu heilsuna föstum tökum með Lífskorni

22.12.2022

Á nýju ári strengja margir þess heit að taka heilsuna fastari tökum eftir munaðinn í desember. Lykilþættirnir í bættri heilsu eru hreyfing og mataræði og á nýju ári er gott að byrja með hreint borð. Þó er mikilvægt að hafa hugfast að átök og skyndilausnir þykja almennt ekki líkleg til árangurs en þeim mun mikilvægara er að taka auðveld og örugg skref í átt að betri lífsstíl. Góður grundvöllur fyrir árangur er að gera margar smáar en einfaldar breytingar sem saman geta skilað góðum árangri.

Ein sú breyting sem mætti gefa betri gaum er sú að passa upp á að neyta nægilega mikils af trefjum og korni því mikilvægar trefjar fást einna helst úr brauðmeti. Sé fólk á lágkolvetna lífsstílnum á nýju ári er óþarfi að láta það trufla sig því t.d. væri hægt að borða lágkolvetna Lífskornið og samt fá mikið af trefjum.

Vitað er að trefjar eru nauðsynlegar fyrir meltinguna og þær hafa þann kost að hækka ekki blóðsykurinn. Til viðbótar við brauð er flest sterkjulaust grænmeti með hátt hlutfall trefja auk ávaxta með lágu sykurinnihaldi. Hafðu þetta hugfast til að halda trefjainntökunni góðri.

Trefjar eru sérlega mikilvægar á norðlægum slóðum
Og mundu líka að þótt trefjar séu kolvetni þá getur líkaminn ekki melt þær í þeim skilningi að meltingin brýtur trefjar ekki niður í sykursameindir. Trefjar eru til í tveimur flokkum, leysanlegar og óleysanlegar og eru báðar tegundir trefja hollar fyrir líkamann.

Fyrir okkur sem búum nánast á hjara veraldar er brauð ein helsta uppsretta óleysanlegra trefa og það er mikilvægt að muna vegna þess að trefjar hafa áhrif á hvernig meltingarvegurinn tekur upp næringarefni úr fæðu.

Fjórar fjölbreyttar gerðir Lífskorns samlokubrauða
Frá því að Lífskorns brauðin komu fyrst á markað árið 2011 hafa þau verið fræsafn þitt og hluti af heilsurækt þinni. Frá upphafi þá var það markmið Myllunnar að Lífskorns vörulínan myndi þjóna neytendum á Íslandi sem vilja trefjaríkara brauð sem jafnframt er með lægra hlutfalli fitu, sykurs og salts.

Í dag eru Lífskornin átta með nýjustu viðbótinni í gulu umbúðunum sem er D-vítamínríkt Lífskorn með heilkorni og graskersfræjum – sem er tilvalið að borða á meðan skammdegið ríkir. Í samlokubrauðunum eru fjögur brauð, fyrsta Lífskornið, það rauða, með heilu hveitikorni og rúgi, græna Lífskornið með sólblómafræjum og hörfræjum og ljósbrúna Lífskornið með tröllahöfrum og chia-fræjum. Fjólabláa Lífskornið með íslensku byggi og spíruðum rúg er hinsvegar hætt í bakstrinum hjá okkur.

Öll brauðin byggja á þeirri nálgun að vera heilsusamlegri kostur og hluti af heilsurækt hvers og eins. Hefur þú fundið þitt uppáhalds Lífskorn?