Fara í efni

Pizzadeig Myllunnar er frábær fyrir pítsugerð þína

18.03.2024

Í amstri dagsins eru þægindi lykilatriði hjá flestum, sérstaklega þegar kemur að matreiðslu og tímanum sem varið er í eldhúsinu. Þegar verið að huga að kvöldmatnum getur tíminn oft verið af skornum skammti og því gott að velja máltíð sem einfaldar matreiðsluna, þó án þess að valið bitni á gæðunum.

Mörg heimili sem vilja gera vel við sig í matseld yfir helgar og við hjá Myllunni heyrum oft talað um pítsukvöld fjölskyldunnar. Við höfum einnig heyrt að þeir dagar séu liðnir að deigið sé búið til frá grunni, þó vissulega sé það ennþá gert og ákveðinn sjarmi sem því fylgir.

Í annríki dagsins hafa margir einfaldlega ekki tíma í hefðbundna deiggerð. Tilbúið pizzadeig útilokar langan undirbúning og gerir framkvæmdina einfalda við að útbúa dýrindis pítsu á nokkrum mínútum.

Tilbúin pizzadeig er orðin vinsæll kostur jafnt fyrir annasöm heimili og mataráhugafólk. Þau bjóða upp á einfalda lausn fyrir þá sem þrá heimabakaða pítsu án tímafreks undirbúnings þar sem helsti kostur tilbúins pizzadeigs er þægindi þess.

Pizzadeig Myllunnar

Pizzakvöld helgarinnar

Við hjá Myllunni viljum færa þér bragðgóða uppskrift af vegan pítsu þar sem vegan pizzadeig Myllunnar er undirstaðan.

Vegan pizzadeig Myllunnar

200 gr. Urtekram bolognese sósa

200 gr. Violife vegan mozarella ostur

350 gr. Oumph! vegan hakk

1 stk. rauðlauk

1 stk. rauð paprika

1 stk jalapeno

2 tsk. oregano krydd

100 ml. vegan chipotle sósa

Aðferð:

  1. Stilltu ofninn á 220 gráður (blástursofn).
  2. Flettu út pizzadeigið á smjörpappír og gataðu botninn með gafli (passaðu að botninn verði ekki of þunnur).
  3. Stráðu sjávarsalti og oregano yfir botninn, oft gott að rúlla aftur yfir botninn til að þrýsta sjávarsaltinu og oregano kryddinu niður.
  4. Dreifðu pítsusósunni jafnt yfir botninn og stráðu ostinum yfir sósuna, það er gott að geyma smá af ostinum til að setja efst á pítsuna.
  5. Næst er hakkinu dreift jafnt yfir og niðurskorna grænmetið fer efst á pítsuna og loks restin af ostinum.
  6. Bakaðu pítsuna í u.þ.b. 20 mínútur og þegar hún er komin út úr ofninum er best að skera hana og dreifa chipotle sósunni yfir.

Gríptu tilbúið vegan pizzadeig Myllunnar með þér í næstu innkaupaferð og njóttu þess að útbúa dýrindis pítsuveislu með einfaldri fyrirhöfn.