Fara í efni

Nýjung - Smáar kökur með karamellu og lakkrís

16.07.2019

Nú kynnum við enn eina nýjungina í Smáum kökum! Um er að ræða dúnmjúka veislu af Smáum kökum með karamellu og lakkrís! Þó við segjum sjálf frá eru nýju Smáu kökurnar með karamellu og lakkrís alveg einstaklega góðar. Kakan sjálf er dúnmjúk með gómsætri karamellu og síðan toppuð með ljúffengum íslenskum lakkrís. Þú einfaldlega verður að smakka þessa. Kipptu með þér pakka næst þegar þú ferð í verslun! 

Klassíska Myllu Möndlukakan hefur verið fastagestur á heimilum landsmanna í langan tíma en Möndlukakan hefur verið ein mest selda kaka Myllunnar frá upphafi.

Fyrst hófum við sölu á Smáum Möndlukökum og í kjölfar þess var vöruúrvalið aukið til að mæta þörfum neytenda. Þá komu til sögunnar Smáar Karamellukökur og Smáar Súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum. Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelmjúkar og fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa með í ferðalagið eða hafa við hönd í kaffinu.
Nú geta allir valið sér eitthvað sér við hæfi í Smáum kökum.