Fara í efni

Á að grilla í kvöld?

24.06.2024

Á að grilla í kvöld?

 

Það er alltaf tími til að grilla! Við grillum kannski pylsur eða hamborgara, eða bara bæði og gerum skemmtilegar og spennandi tilraunir á grillinu með góðum sósum, salötum og öðru meðlæti.

Þegar við gerum okkur glaðan dag og viljum gleðja bragðlaukana fáum við okkur kartöflubrauð frá Myllunni.  Pylsukartöflubrauðið frá Myllunni er þéttara og mýkra brauð með eiginleika íslensku kartöflunnar. Þú átt eftir að elska grillaðar pylsur með pylsukartöflubrauði Myllunnar.

Hamborgarakartöflubrauðið frá Myllunni er eins ljúffengt og pylsukartöflubrauðið og er líka þéttara og mýkra brauð sem hefur sannarlega slegið í gegn frá því það kom í verslanir!

Nú hefur einnig bæst við flóruna hamborgara sætkartöflubrauð, sem gerir hamborgarann þinn extra sætan.

Njóttu þess að tendra upp í grillinu, sláðu í gegn og bjóddu upp á sannkallaða grillveislu með brauðum Myllunnar. Mundu bara að vinsælu Myllu kartöflubrauðin eru í bláum umbúðum og nýja sætkartöflubrauðið í appelsínugulum umbúðum.