Fara í efni

Njóttu daglegs brauðs

19.11.2021

Nánast allsstaðar í heiminum, öllum menningarheimum, eru til einkenni sem eru sameinandi fyrir mannkynið. Frá norðuhjara veraldar til suðursins er eitt þessara einkenna sem er árþúsunda gamalt og það er brauðið.

Hver menningarheimur á sitt brauð. Challah hjá Ísraelum, Baguette hjá Frökkum, Focaccia hjá Ítölum, Nan í Indlandi og t.d. fransbrauð eða normalbrauð hjá Íslendingum. Og allsstaðar stafar það af því að brauð er grunnmatvara hverrar menningar í gegnum aldirnar og það mótast af því því umhverfi sem það er bakað í hvað varðar form, útlit, innihald og næringarefni. Ítalir gefa Focaccia brauðinu spékoppa á meðan Frakkar skera skástrikaðar rákir í Baguette.

Jafnvel formið á brauði getur verið táknrænt. Ísraelska brauðið Challah getur til dæmis táknað ást eða framhald einhvers.

Brauðið er þannig aðeins lykillinn af viðhaldi mannkynsins í gegnum aldirnar heldur getur það öðlast mismunandi hlutverk í gegnum tíðina eftir því hvort heimurinn á í stríði eða friði til að mynda.

Fyrir Íslendinga er hlutverk brauðs enn mikilvægt þótt hlutverk þess sé ekki eins stórt og fyrirferðarmikið og það getur verið á tímum þar sem skortur ríkir, eins og fyrr á öldum.

Við fögnum því í þeim skilningi daglegu brauði. Þeirrar gæfu að njóta úrvals góðra brauða á hverjum degi og geta valið okkar uppáhaldsbrauð.

Fögnum velferð okkar með daglegu brauði og minnumst góðra stunda þar sem brauð er brotið með okkar nánustu.