Fara í efni

Prófaðu spíraðan rúg og íslenskt bygg Lífskornsins

11.02.2022

Lífskornslínan frá Myllunni er einstök vörulína sem samanstendur af heilsusamlegum brauðum með úrvali af skráargatsmerktun, trefjaríkum og vegan-merktum brauðum.

Fjólubláa Lífskornið, þetta með spíruðum rúg og íslensku byggi er eitt þeirra brauða og merkilegt fyrir þær sakir að vera skráargatsmerkt, trefjaríkt, vegan heilkornabrauð með harðgerðu og mjög trefjaríku íslensku byggi.

Hvorki meira né 61% af þurrefnunum sem fara í brauðið eru heilkorn.

Rúgur er mikið notaður við rúgbrauðsgerð eins og gefur að skilja en hann gefur Lífskornsbrauðinu ákveðna sætu og þéttleika sem önnur brauð eiga erfitt með að ná. Þau eru því sérlega góð til að setja í brauðristina enda halda þau styrk við ristun þótt smjörið sé jafnvel of kalt.

Rúgur er frábær uppspretta trefja, vatnsleysanlegra sem óvatnsleysanlegra en inniheldur að auki E-vítamín, kalk, járn, þíamín, fosfór og kalíum.

Stærsti kosturinn fyrir okkur sem hugsum um heilsuna er hinsvegar sá að brauð með rúgi í eru saðsamari en önnur brauð.

Byggið á sér langa sögu ræktunar á Íslandi til manneldis en það er hentugt þar sem það er sérstaklega trefjaríkt. Sem dæmi má nefna að eftir afhýðingu og mölun eru yfir 11 grömm af trejum í hverjum 100 grömmum. Það er svipað magn af beta-glúkönum sem eru vatnsleysanleg trefjaefni og finna má í sama magni af höfrum.

Þetta eru góðar fréttir fyrir heilsuna og brauðunnendur.