Fara í efni

Gerðu jólatertunni hátt undir höfði með drykk

12.11.2021

Mandarínuilmurinn er í loftinu og bráðum bætist greninálailmurinn við ljúfa angan þinnar uppáhalds jólatertu frá Myllunni. Ilmurinn er ómissandi þáttur í að byggja upp jólastemningu og draga fram ljúfar minningar. En það þýðir ekki að við getum ekki búið til enn betri minningar og við fórum því á stúfana og skoðuðum aðeins hvaða drykkir henta vel með jólatertunni okkar.

Við byrjum að sjálfssögðu á óáfengu drykkjunum en þar eru léttir sykraðir drykkir á borð við malt og appelsín og engifer drykkir alveg kjörnir til að skola uppáhalds jólatertunni niður... að ógleymdu ísköldu mjólkurglasi sem er fyrsta val margra.

En til hátíðarbrigða getur verið ljúffengt að prófa einnig púrtvín, freyðivín eða sherrí en þessir drykkir henta misvel eftir því hvert tilefnið er. Með freyðivínsglasi er jólatertan tilvalin við hátíðlegustu tækifærin, jafnvel í brönsinn eða high tea. Púrtvín og sherrí hentar etv. betur í góðra vina hóp á rólegri stundu eða bara upp í sumarbústað.

Eina vitið er auðvitað prófa og komast að því hvað hentar þér og þinni jólatertu best. Við minnum á að til eru áfengislausar gerðir af freyðivíni sem henta einnig afskaplega vel með uppáhalds jólatertunni þinni. - Skoðaðu jólaterturnar, smelltu>

Jæolatertur Myllunnar