Fara í efni

"Vinnum að'í"
að efla samfélagið

05.09.2019

Íslenskt – gjörið svo vel er kynningarátak sem hófst árið 2018. Eins og kemur fram inn á vefsíðu Samtaka iðnaðarins er tilgangur átaksins að efla vitund Íslendinga á íslenskum vörum.
Úrvalið af íslenskri framleiðslu hefur aldrei verið meira. Íslenskt – gjörið svo vel er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka atvinnulífsins og Bændasamtaka Íslands. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er verndari átaksins.

Skoðaðu átakið Íslenskt – gjörið svo vel hér!

Íslenskt – gjörið svo vel

Þegar kemur að því að velja íslenskt hefur Myllan verið valkostur í 60 ár. Dag eftir dag, ár eftir ár hafa starfsmenn Myllunnar unnið með og þróað einstaka gæðaframleiðslu. Neytendur vita að þeir geta leitað til Myllunnar eftir íslenskum gæðavörum sem hafa hollustu og náttúrulega gerð að leiðarljósi.

Við hjá Myllunni leggjum metnað í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Myllan hefur bakað brauð handa Íslendingum í 60 ár og ávallt lagt áherslu á gæði hráefnisins sem kemur beint úr náttúrunni. Brauðin hjá Myllunni eru framleidd hér innanlands með það að markmiði að gefa landsmönnum næringarríka og íslenska gæðavöru.