Fara í efni

Brauðtertusamkeppni á Menningarnótt

21.08.2019

Laugardaginn næstkomandi, þann 24. ágúst er Menningarnótt, en þá fagnar Reykjavíkurborg afmæli sínu. Hátíðin hefur verið haldin síðan 1996 og er því haldin í 23. skiptið. Eins og kemur fram á heimasíðu Menningarnætur er hátíðin fyrir borgarbúa til að skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum.

Á laugardaginn kl 14:00 verður keppt í Brauðtertusamkeppni og er keppnin tilvalin fyrir brauðtertusnillinga og áhugamenn. Keppt verður í þremur flokkum, þ.e.a.s. verður veitt verðlaun fyrir

  1. fallegustu brauðtertuna
  2. frumlegustu brauðtertuna
  3. bragðmestu brauðtertuna

Verðlaun verða síðan veitt fyrir sigurvegara hvers flokks og eru áhugasamir hvattir til að taka þátt í keppninni. Skráðu þig með að senda póst á braudtertanlifir@gmail.com. Skoðaðu nánar um keppnina hér!

Sláðu í gegn með brauðtertum frá Tertugalleríinu
Tertugallerí Myllunnar elskar góðar brauðtertur og finnst því keppnin frábært framtak í dagskrá Menningarnætur. Það skiptir ekki hvert tilefnið er, brauðtertur slá alltaf í gegn. Tertugalleríið býður upp á sex mismunandi tegundir af brauðtertum. Um er að ræða klassískar brauðtertur með skinku-, laxa-, túnfisk-, og rækjusalati. Einnig er boðið upp á tvær vegan brauðtertur með tómat og basil hummus og hvítlauks hummus. Skoðaðu úrvalið, auðveldaðu þér fyrirhöfnina og pantaðu þína uppáhalds brauðtertu strax í dag!

Hjá Tertugalleríinu er einnig hægt að fá sérstaka súkkulaðitertu með íslenska fánanum en þessi súkkulaðidásemd samanstendur af einföldum súkkulaðibotn, ljúffengu brúnu smjörkremi og áprentaðri mynd á marsípan. Við bjóðum einnig upp á samskonar tertu með nammi og bollakökur með íslenska fánanum. Skoðaðu úrvalið og pantaðu strax í dag! 

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur eftirspurn verði ekki annað