Fara í efni

Jólaterturnar eru að koma til byggða

20.10.2023

Hefðin að borða jólatertu hefur fest sig í sessi á Íslandi og á hverju ári ríkir gríðarleg eftirvænting eftir því að jólatertur Myllunnar komi í verslanir en hinn formlegi Dagur Jólatertunnar er einmitt 24. október.

Það er því óhætt að segja að það styttist í Dag Jólatertunnar og því er þjóðráð að rýma til í búrskápnum fyrir birgðum af jólatertum. Þau allra hörðustu geta búið til pláss í frystikistunni til að eiga lager langt fram yfir jól!

Allar terturnar eiga sína dyggu aðdáendur og koma þær í fjórum gerðum. Græna klassíska tertan er brún og með smjörkremi, þessi bláa er hvít og með sígildri rabarbarasultu, sú hvíta er einnig hvít en með gómsætri sveskjusultu og svo er það rauða tertan sem er brún og með smjörkremi og hindberjasultu.

Takið daginn frá, 24. október er Dagur Jólatertunnar og smellið hér til að skoða allar jólaterturnar.

Jólatertur Myllunnar