Fara í efni

Bjóddu upp á heimagerða brauðtertu á aðventunni

04.12.2023

Brauðtertan er veigamikill þáttur í íslenskri matarmenningu. Flest höfum við smakkað brauðtertur í fjölskylduveislum eða á tímamótum þegar fólk vill gera vel við sig og aðra. Má því segja að brauðtertur hafa lengi átt fastan sess á veisluborði landsmanna og mörgum þykja fagurlega skreyttar tertur, sem samanstanda af langskornu brauði með ljúffengu eggja- og majónessalati á milli og litríku skrauti, vera ómissandi í veisluna. Fátt er vinsælla í veislum en brauðtertur, en þær eru einnig tilvaldar fyrir föstudagskaffið í vinnunni eða hvert það tilefni þar sem fólk kemur saman.

Uppruni brautertunnar

Um miðja og síðari hluta síðustu aldar var varla haldin veisla án brauðtertna og þær skipuðu áberandi sess í skírnum, fermingarveislum, útskriftarveislum, afmælum og erfidrykkjum. Hægt er að rekja íslenska brauðtertugerð til ársins 1953, þar sem orðið brauðterta kemur fyrst fram í dagblaðinu Fálkanum.

Fæstir vita að brauðtertan er ekki af íslenskum uppruna (þó við flest teljum hana vera alíslenska) og svipaðar tertur má finna víðar eins og t.d. Voileipäkakku frá Finnlandi,  Smørrebrødstærte frá Danmörku og Smörgåstårta frá Svíþjóð. Þessar brauðtertur eiga það allar sameiginlegt að grundvallaratriði er brauð, álegg og skreytingar og getur áleggið og skreytingarnar verið mismunandi milli landa.

Brauðtertugerð

Undirstöðuatriði brauðtertunnar eru brauð, einhvers konar álegg og ætt skraut, og innihalda flestar majones, sýrðan rjóma, smátt skorin egg ásamt grænmeti og kjöti. Algengust salötin eru rækju-, hangikjöts-, túnfisk- og skinku og aspas.

Brauðtertubrauðið er skorið eftir endilöngu í sneiðar, skorpan skorin af og brauðlengjurnar smurðar með majónessalati og raðað saman með mismunandi áleggi.

Eftir að majónessalati hefur verið smurt milli brauðsneiðanna eru brauðterturnar þaktar með majónesi og skreyttar með ýmsu litríku matarkyns. Algengasta skraut á íslenskum brauðtertum er majónes, gúrkur, tómatar, paprikur, vínber, sítrónur, egg, lax, rækjur, skinka, dill, steinselja og salat.

Skreytingarnar eru alltaf fullkomlega frjálsar og engar tvær tertur eru eins og er oft mikið sjónarspil sem fylgir þeim á veisluborðum.

Brauð- og Rúllutertubrauð Myllunnar

Myllan framleiðir Brautertubrauð fyrir brauðtertugerðina þína og Rúllutertubrauð frá Myllunni eru líka frábær kostur í brauðtertugerð.

Ef tíminn er knappur er líka gott að vita að Tertugalleríið býður upp á tilvalin sælkerasalöt fyrir brauðtertugerðina. Sælkerasalötin auðvelda þér fyrirhöfnina og sparar þér tíma í eldhúsinu. Þar að auki eru sælkerasalötin fullkomin viðbót á veisluborðið.

Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinku-, túnfisk- eða rækjusalat.

Brauðtertubrauð og Rúllutertubrauð Myllunnar getur þú nálgast í frystinum í næstu verslun og sælkerasalötin frá Tertugalleríinu getur þú pantað hér.