Fara í efni

Þekkir þú öll fjögur Lífskorns brauðin?

29.09.2022

Lífskornið kom fyrst á markað árið 2011 og hefur átt að fagna sívaxandi vinsælda. Lífskorns vörulínan er bökuð með það í huga að bjóða neytendum á Íslandi trefjaríkara brauð sem jafnframt er með lægra hlutfalli fitu, sykurs og salts.

Í dag eru Lífskornin í dag fjögur með nýjustu viðbótinni í gulu umbúðunum sem er D-vítamínríkt Lífskorn með heilkorni og graskersfræjum. Fjólabláa Lífskornið með íslensku byggi og spíruðum rúg hættir í bakstrinum hjá okkur.

Fyrir eru fyrsta Lífskornið, það rauða, með heilu hveitikorni og rúgi, græna Lífskornið með sólblómafræjum og hörfræjum og ljósbrúna Lífskornið með tröllahöfrum og chia-fræjum.

Öll brauðin byggja á þeirri nálgun að vera heilsusamlegri kostur og hluti af heilsurækt hvers og eins.

Lífskorn er ákjósanlegur trefjagjafi og með þessu úrvali brauða þá er Lífskornið líka einskonar fræsafn því þú getur valið þau fræ sem þér hentar best hverju sinni.

Hefur þú fundið þitt uppáhalds Lífskorn?