Fara í efni

Neysla á heilkorni lengir lífið

05.06.2019

Samkvæmt Embætti Landlæknis er talað um mikilvægi heilkorna að hollu mataræði. Í heilkornum má finna góða uppsprettu af B og E vítamínum, magnesíum og trefja sem stuðla að góðri og heilbrigðri meltingu.

Í frétt frá Landlæknisembættinu er ráðlagt að neyta heilkornavara að minnsta kosti tvisvar á dag en samkvæmt rannsóknum sem birtar voru í The British Medical Journal eru verulegur heilsulegur ávinningur á neyslu heilkorna. Þá kom fram að þeir sem neyttu þriggja skammta af heilkornavörum á dag voru í 22% minni áhættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma og var 14% lægri dánartíðni af völdum heilablóðfalls og 15% lægri dánartíðni af völdum krabbameins. Rannsóknirnar leiddu einnig í ljós 18% lægri heildardánartíðni var hjá þeim neyta heilkornavara þrisvar á dag. Þá sást mestur munur á fólki sem jók úr engri neyslu í tvo heilkornaskammta á dag.

Lífskornalínan inniheldur sjö mismunandi tegundir af brauði.
Lífskornabrauð Myllunnar er merkt skráargatinu og eru þau öll vegan heilkornabrauð. Hér getur þú skoðað vöruúrvalið okkar af Lífskornabrauði en við bjóðum upp á fimm mismunandi Lífskornabrauð og tvær tegundir af Lífskornabollum.