Fara í efni

Búðu til nesti með Lífskorni

15.01.2024

Það er aldrei of oft á það minnst hversu hollt og gott nesti í skólann er mikilvægt. Skóladagarnir geta verið langir og þá er gott að hafa góða næringu jafnt yfir allan daginn og geta þá betur tekist á við verkefni í skólanum.

 Við vitum að það fer mikil orka í að læra nýja hluti og er því gott að undirbúa skóladaginn með því að útbúa hollt og gott nesti. Óteljandi möguleikar eru í boði þegar nestispakkinn er annars vegar og er algengt að útbúa til nesti með brauð og áleggi, ávöxtum og mjólkurvörum og er það einfalt og þægilegt.

Það er gott að hafa hollustugildið í huga, sérstaklega hvað brauðið varðar og gott að hafa brauðið gróft, með sjáanlegum fræjum og korni. Því brauð sem ríkt er af korni og fræjum er langbesti kosturinn og er úrvalið af slíku brauði mikið.

Lífskorn í nesti

Þær brauðtegundir sem tilheyra Lífskornafjölskyldunni er góð hugmynd að vellíðan, hollu mataræði og næringarríku nesti. Í Lífskorni finnur þú góð frækorn, trefja, prótein og einstök bragðgæði. Lífskorn er því góður trefjagjafi og einstakt fræsafn og hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti. Lífskorn inniheldur B- og E-vítamín ásamt steinefnum sem líkaminn þarfnast og er þar að auki VEGAN!

Hægt er að velja um átta mismunandi tegundir af Lífskornabrauði í Lífskornafjölskyldunni.

Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum

Lífskorn, kolvetnaskert

Lífskorn, D-vítamínríkt, heilkorn og graskersfræ

Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur

Lífskorn, sólblómafræ og hörfræ

Lífskorn, tröllahafrar og chia-fræ

Lífskornabollur, tröllahöfrar og chia-fræ

Lífskornabollur, heilt hveitikorn og rúgur

Veldu það Lífskorn sem þér og þínum þykir best en í Lífskornafjölskyldunni er gott úrval sem hentar flestum. Gríptu með þér Lífskorn frá Myllunni í næstu innkaupaferð og útbúðu hollt og gott nesti fyrir næsta skóladag.