Fátt er skemmtilegra en aðdragandi jólanna og öll aðventuboðin sem fylgja hátíðunum. Vinir og vandamenn koma saman og allt verður svo hátíðlegt og notalegt í öllum jólaljósunum og matnum, sem maður yfirleitt borðar bara einu sinni á ári. Hins vegar þarf líka í mörg horn að líta og margir eru á harðahlaupum í jólagjafakaupum, tiltekt, þrifum með tilheyrandi aðventu- og jólaboðum. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina á jólabakstrinum fyrir komandi boðum og pantaðu veitingarnar frá Tertugalleríi Myllunnar. Við bjóðum upp á allskyns góðgæti tilvalið fyrir jóla- og aðventuboðin.
Skoðaðu þær veitingar sem Tertugalleríið er búið að taka saman sem eru tilvaldar fyrir jólaboðin, hvort það sé fyrir vinnuna, vinina eða fjölskylduna. Smelltu hérna og skoðaðu úrvalið.
Afgreiðslutími og pöntunarfrestur á veisluveigum frá Tertugalleríinu um jól og áramót 2025 verður sem hér segir:
23. des. – Þriðjudagur (Þorláksmessa) OPIÐ kl. 8:00-14:00
24. des. – Miðvikudagur (Aðfangadagur) LOKAÐ
25. des. – Fimmtudagur (Jóladagur) LOKAÐ
26. des. – Föstudagur (Annar í jólum) LOKAÐ
27. des. – Laugardagur OPIÐ kl. 9:00-14:00
28. des. – Sunnudagur OPIÐ kl. 9:00-12:00
29. des. – Mánudagur OPIÐ kl. 9:00-12:00
30. des. – Þriðjudagur OPIÐ kl. 8:00-14:00
31. des. – Mánudagur (Gamlársdagur) LOKAÐ
1. jan. – Þriðjudagur (Nýársdagur) LOKAÐ
2. jan. – Miðvikudagur OPIÐ kl. 8:00-14:00
* Til að fá vörur á Þorláksmessu þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 Mánudaginn 22. desember.
* Til að fá vörur 27-28. desember þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 Mánudaginn 22. desember..
* Til að fá vörur 29. desember þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 23. desember.
* Til að fá vörur 2. til 4. janúar þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 30. desember.
Aðrir dagar fylgja hefðbundnu pöntunarferli.
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Tertugallerí Myllunnar viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí Myllunnar hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantir tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afhending og ábyrgð
Það er Tertugalleríi Myllunnar mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.