Fara í efni

Gríptu með þér pizzasnúða í næstu innkaupaferð

30.06.2023

Í önnum dagsins getur verið erfitt að finna tíma til að útbúa gott og saðsamt nesti. Sérstaklega að sumri til þegar viðrar vel og þig langar ekki að eyða miklum tíma í eldhúsinu, heldur njóta útiverunnar. Við hjá Myllunni bjóðum upp á gott vöruúrval sem er tilvalið fyrir nesti yfir daginn.

Pizzasnúðar

Pizzasnúðar frá Myllunni hafa löngum notið mikilla vinsælda enda eru þeir ómótstæðilega ljúffengir og einstaklega bragðgóðir. Pizzasnúðarnir frá Myllunni eru einkar handhægir, en líka frábær lausn þegar svengdin sækir að. Þess heldur sem það tekur enga stunda að snara þeim fram. Þeir eru afskaplegar vinsælir meðal yngstu kynslóðarinnar og eru mjög hentugir í nestisboxið hjá þeim á sumarnámskeiðinu.

Við hjá Myllunni vitum að það er alltaf vinælt að fá eitthvað sætt með í nestisboxið hvort sem um ræðir unga og aldna. Kleinurnar frá Myllunni setja ávallt punktinn yfir i-ið í nestinu og slá alltaf í gegn.

Gríptu með þér poka af pizzasnúðum og kleinum frá Myllunni í næstu innkaupaferð ef þú vilt eitthvað gott til tryggja heimilisfólkinu gott nesti út í daginn.