Fara í efni

Myllan bakar fyrir landsmenn alla

30.05.2023

Við hjá Myllunni leggjum metnað í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum þar sem hráefnisval og gæði fara saman til stuðnings við heilsustefnu Myllunnar. Við höfum í áratugi bakað fjölbreytt brauðmeti og bakkelsi á hverjum degi fyrir alla landsmenn. Flestir eiga sínar uppáhaldsvörur, hvort sem það eru beyglurnar okkar, massarínukökurnar, kleinurnar eða samlokubrauðin.

Bakkelsi fyrir þig og þína

Myllan framleiðir fjölbreytt úrval af bakkelsi sem hentar vel í útilegurnar og aðrar gleðistundir ársins. Þar má meðal annars nefna ólíkar vörur eins og kleinur, hafrakökur, snúða, vínarbrauðslengjur með bleikum eða brúnum glassúr, smáar Nutella-kökur, smáar möndlukökur, smáar súkkulaðikökur, möffins með mjólkursrúkkulaði eða möffins með tvöföldu súkkulaði.

Einnig erum við með kökur eins og hjónabandssælu, möndluköku, skúffuköku með lakkrís og karamellu, skúffuköku með kremi eða skúffuköku með kremi og kókos. Ekki má gleyma vinsælum jólatertum, sem fara í framleiðslu hjá okkur fyrir jólin.

Það er því óhætt að segja að viðskiptavinir Myllunnar hafa úr mörgu að velja til að bjóða með kaffinu og má finna vörurnar okkar í helstu verslunum víðs vegar um landið. Gríptu endilega með þér ljúffengt bakkelsi í næstu innkaupaferð og njóttu með rjúkandi kaffibolla eða heitu súkkulaði með rjóma í góðum félagsskap.