Fara í efni

Borðaðu rúgbrauð á þorranum

20.01.2017

Nú þegar þorrinn gengur í garð eru margir sem hyggjast gera vel við sig í mat og drykk og borða ljúffengan þorramat. Við hjá Myllunni vitum að enginn þorramatur stendur undir nafni nema gott rúgbrauð fylgi honum. Þar komum við til bjargar með frábærum tegundum rúgbrauðs.

Það er klassískt að borða Seytt rúgbrauð með þorramat og það bjóðum við ósneitt í kubbi. Það er sérstaklega mjúkt en þétt í sér og er svo ólýsanlega gott með smjöri.

Þó einhver kunni að efast um næringargildi þorramatar þarf enginn að efast um næringargildi rúgbrauðs. Höldum í hefðirnar og borðum þorramat á þorranum!