Fara í efni

Uppáhalds ristaða brauð þjóðarinnar

11.08.2017

MMR gerði könnun á því hvert uppáhalds ristaða brauð þjóðarinnar væri. Könnunin leiddi í ljós að yfirgnæfandi meirihluti vill fá brauðið sitt meðal ristað. Það kemur ekki fram í greininni en við erum nokkuð viss um að Heimilisbrauðið er það brauð sem flestir vilja rista.

Könnun MMR fór þannig fram svarendum voru sýndar myndir af sex mismunandi ristuðum brauðsneiðum þar sem númer gáfu til kynna samsvarandi stillingu á brauðrist og þeim var svo í kjölfarið boðið að velja það brauð sem kæmist næst óskum þeirra um hið fullkomna ristaða brauð.

Eins og áður kom fram völdu flestir meðal ristað brauð, það sem ristað var á stillingunni 3 á brauðrist, en þannig varð brauðið ljósgyllt. Hér getur þú skoðað könnunina og myndir af brauðinu og hversu margir vilja brauðið sitt mjög ljóst eða mjög dökkt.

En hvernig sem þú vilt rista brauðið þitt skaltu vera viss um að velja Myllu brauð – Heimilisbrauðið er hið fullkomna brauð í ristina!