Fara í efni

Myllan bakar helling af íslensku brauð á hverjum degi

16.08.2022

Frétt Morgunblaðsins þann 16. ágúst síðastliðinn vakti nokkra athygli þar sem vitnað var í formann Landssambands bakarameistara sem furðaði sig á því að bakarar kaupi frosið bakkelsi af heildsölum.

Það er okkur ljúft í því sambandi að minna neytendur á að Myllan er stærsta bakarí landsins sem bakar fjölbreytt brauðmeti og bakkelsi á hverjum degi, vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá landsmönnum. Þar má m.a. nefna ólíkar vörur eins og hafrakökur, snúða, vínarbrauðslengjur, möffins, möndlukökur og súkkulaðibitakökur, allt vörur sem teljast til sætabrauðsins okkar. Myllan bakar auðvitað líka vatnsdeigsbollur á bolludaginn í miklu magni. Vinsælustu vörurnar eru þó Heimilisbrauð, Lífskorn, rúgbrauðin, hamborgara- og pylsubrauðin, hinar frægu jólatertur auk tuga annarra brauðtegunda sem Myllan bakar á staðnum í bakaríinu á Korputorgi. Ljúfur bakstursilmurinn finnst stundum þegar ekið er framhjá bakaríinu en hann var áður vel þekktur í Skeifunni þegar bakaríið var þar.

Þrátt fyrir að önnur fyrirtæki en Myllan flytji inn mikið af innfluttum brauðum hefur Myllan háð samkeppni við þann innflutning síðan 1959 og hefur þannig verið helsti valkostur þeirra sem kjósa að styðja við íslenska gæðaframleiðslu með vali sínu. 

Samlokubrauðin hjá Myllunni eru alltaf, og hafa alltaf verið, framleidd á Íslandi með það að markmiði að bjóða landsmönnum næringarríka og íslenska gæðavöru, á hverjum degi.

frétt mbl um bakkelsi >>

Veljum íslenskt!