Öll hrávörukaup eru vottuð hjá okkar eigin gæðaeftirliti. Sömu sögu er að segja um framleiðsluferlið. Hægt er að segja að gæðaferlið hefjist við framleiðslu á hráefnum (erlendis og innanlands) og flutningi þeirra til okkar. Gæðaeftirliti líkur ekki fyrr tilbúnar vörurnar eru komnar í hendur viðskiptavina okkar. Gæðaeftirlit er einnig á öllum umbúðum Myllunnar, hvort sem við erum að tala um geymsluþol, öryggi eða áhrif þeirra á umhverfi og náttúru. Til að vera öruggari um að vörur Myllunnar haldi þeim gæðum sem við höfum unnið að þá höfum við reglubundið eftirlit með því að söluumhverfi þeirra sé samkvæmt reglum um meðferð matvara.
Brauðin frá Myllunni eru holl og framleidd hér innanlands með það að markmiði að gefa landsmönnum næringarríka vöru, íslenska gæðavöru. Við hjá Myllunni leggjum metnað í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Gott starfsfólk skiptir höfuðmáli í framleiðslu gæðavöru. Eins og kemur fram í heilsustefnu okkar vinnum við markvisst að því að gera gott ennþá betur. Við leggjum áherslu á að neytendur geti haft beint samband við okkur sem framleiðanda með fyrirspurnir um vörunar en þannig getum við starfað saman. Ef þú vilt hafa samband, smelltu þá á linkinn hér!
Við teljum það að búa til ferska og næringarríka matvöru sé til góðs fyrir allt samfélagið. Við bjóðum upp á úrval af heilkornavörum. Við teljum heilsulegan ávinning felst í því að neyta heilkornavörur en í heilkornum má meðal annars finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu jafnt og minni líkum á sjúkdómum. Við leggjum ríka áherslu á að við öll (þú og allir aðrir) borðum brauðmeti og kökur í hófi - eins og allt annað sem við veljum að leggja okkur til munns.
Myllan hefur haft sjálfbærni og hið náttúrulega hráefni að leiðarljósi. Um leið er mikil ástríða fyrir því að búa til heilbrigð og holl matvæli sem endurspegla samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins