Fara í efni

Til hamingju með daginn kæru landsmenn

17.06.2024

Sagan á bak við 17. júní er löng og hefur margt gerst í gegnum tíðina sem tengist þessum degi. Flestir vita að samtímis því og sjálfstæði þjóðarinnar er fagnað á 17. júní er þess minnst að Jón Sigurðsson, stundum kallaður forseti og helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra, fæddist á þessum degi á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 1811.

Fæðingardags Jóns var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins og minnumst við þess að þennan dag árið 1944 fékk Ísland fullt sjálfstæði. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.

Til hamingju með daginn kæru landsmenn og gleðilega hátíð!