Fara í efni

Jólaterturnar loksins komnar í verslanir!

24.10.2019

Í dag er dagur Jólatertunnar og er loksins hægt að fá jólatertur frá Myllunni í verslunum landsins. Í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 var degi Jólatertunnar fagnað og var enginn annar en Steinn Kári, forsvarsmaður aðdáendahópsins á Facebook ,,Vinir grænu Jólatertunnar‘‘ með í fögnuðinum. Rætt var grænu Jólatertuna og aðdraganda dags Jólatertunnar. Steinn Kári segir að græna Jólatertan sé rosaleg í ár og sé sú græna einfaldlega ,,besta Jólatertan og punktur‘‘.
Á Facebook síðunni hjá Vinum grænu Jólatertunnar má finna ýmsan fróðleik og skemmtileg ráð þegar það kemur að grænu Jólatertunni. Sökum vinsældar hennar á tertan það til að seljast upp og þá eru Vinir grænu Jólatertunnar með puttann á púlsinum í hvaða verslunum hægt er að fá tertuna.

Jólaterturnar eru handgerðar að einstakri alúð
Allar Jólatertunar eru handgerðar af einstakri alúð af bakarameisturum okkar. Jólatertan í grænu umbúðunum er brún jólaterta með guðdómlegu smjörkremi. Bláa Jólatertan okkar er hvít jólaterta með klassískri rababarasultu og er Jólatertan í hvítu umbúðunum einnig hvít jólaterta með himneskri sveskjusultu. Síðast en ekki síst er Jólatertan í rauðu umbúðunum brún jólaterta með hinu fræga smjörkremi og gómsætri hindberjasultu. Skoðaðu nánar um Jólatertuna hér!