Fara í efni

Nýttu þér fermingatilboðin hjá Tertugalleríinu

17.01.2020

Nýttu þér fermingatilboðin hjá Tertugalleríinu! Skoðaðu tilboðin hér! 

Nú eru eflaust margir foreldrar og forráðamenn að huga að undirbúningi fyrir fermingaveislu, enda um að gera að undirbúa fermingarveisluna vel. Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar og gómsætt bakkelsi og er árið í ár engin undantekning. Til að auðvelda valið fyrir veisluna hefur Tertugalleríið tekið saman veitingar tilvaldar fyrir fermingarnar. Skoðaðu úrvalið hér! 

Fermingatilboðið gildir út febrúar en leggja þarf inn pöntun fyrir 29. febrúar til að nýta sér afsláttinn. Hægt er að panta lengra fram í tímann.

Auðveldaðu þér fyrirhöfnina og pantaðu veitingar frá Tertugalleríinu.

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19. Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.