Fara í efni

Komdu þér í form með Lífskorn í sumar

09.06.2020

Farðu í hlaupaskóna, settu á þig heyrnatólinn og manaðu sjálfa/n þig til að taka aðeins á því. Nýttu sólríku dagana í sumar með því að hlaupa, skokka eða labba úti og komdu þér í gott form. Til að koma sér í gott form þarf að velja hollan mat sem stuðlar að góðri heilsu. Við hjá Myllunni bjóðum upp á Lífskorn sem er með gott hlutfall af góðri fitu og er brauðið því frábær kostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna. 

Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum inniheldur ekkert ger og ekkert hvítt hveiti. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur brauðið sjö tegundir af fræjum og kornum, þá hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti. Brauðið er trefjaríkt, það hefur hátt hlutfall heilkorns og spelthveiti er notað í stað hvíts hveitis.