26.04.2025

Skrifstofa Myllunnar verður lokuð fimmtudaginn 1.maí.
Viðskiptavinir Myllunnar sem eru með fastar pantanir á fimmtudögum verða að láta vita ef færa á föstu pöntunina yfir á miðvikudaginn 30. apríl fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 29. apríl. Einnig er hægt að færa pöntun yfir á föstudaginn 2. maí og verður þá að láta vita fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 30. apríl.
Ef engar breytingar verða gerðar þá dettur pöntunin sjálfkrafa út.
Athugið að hvorki verður vöruafgreiðsla né vörudreifing frá Myllunni fimmtudaginn 1. maí.