Fara í efni

Þekkir þú vegan-vörur Myllunnar?

05.06.2023

Myllan hefur bakað brauð handa Íslendingum í 60 ár og ávallt lagt áherslu á gæði hráefnisins sem kemur beint úr náttúrunni. Brauðin frá Myllunni eru holl og bökuð hér innanlands með það að markmiði að gefa landsmönnum næringarríka, íslenska gæðavöru. Viðskiptavinir okkar vita að þeir geta leitað til Myllunnar eftir íslenskum gæðavörum sem hafa hollustu að leiðarljósi

Með því að bjóða viðskiptavinum okkar aðgang að heilbrigðum og hollum vörum sem stuðla að vellíðan og heilbrigði, ásamt því að hafa vöruframleiðu í sátt við náttúru og umhverfi teljum við okkur ná að endurspegla samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins.

Vinnum að því að vera meðvitaðri um heilsu, umhverfi og dýravernd

Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir vegan vörum farið vaxandi. Grænkerum fer fjölgandi og sá hópur fólks sem forðast að neyta dýraafurða eftir bestu getu hefur sífellt meiri áhrif í samfélaginu. Ástæður þess að fólk forðast dýraafurðir geta verið fjölbreyttar en megin þátturinn er þó það sjónarmið að það sé siðferðislega rangt að hagnýta dýr til matar, afþreyingar eða annars sem kynni að valda dýrum þjáningu en einnig eru vega umhverfisrök þungt þar sem neysla dýra afurða hefur meiri áhrif á umhverfi mannsins. Þá eru í þessum flokki einnig þau sem neyta ekki dýra afurða heilsu sinnar vegna.

Hjá Myllunni bjóðum við mjög gott úrval brauðmetis sem hentar fyrir þau sem kjósa vegan lífsstílinn. Allir ættu að geta fundið sér vegan Myllubrauð við hæfi. Í vegan flokknum okkar má meðal annars finna Heimilisbrauð, Heilhveitibrauð, Hveiti samlokubrauð, Speltbrauð, Fjölkornabrauð, Fitty samlokubrauð, allt okkar Lífskornabrauð, Danskt rúgbrauð, pylsu- og hamborgarabrauð svo eitthvað sé nefnt.

Skoðaðu endilega úrvalið af vegan brauðmeti frá Myllunni. Það kæmi þér á óvart hve mikið af brauðunum okkar eru vegan!