Fara í efni

Það er alltaf tilefni að fagna ástinni

21.03.2023

Það er alltaf tilefni að fagna ástinni, sama hvaða dagur ársins rennur upp.Í þessari viku eru54 ár síðan John Lennon og Yoko Ono giftu sig á Gíbraltar og fóru í kjölfarið í brúðkaupsferð til Amsterdam. Nýgiftu hjónin notuðu athygli brúðkaupsins og  brúðkaupsferðarinnar til hins betra því þau vildu vekja athygli á heimsfriði og mótmæla stríðinu í Víetnam.

Lennon og Ono tóku ákvörðun um að dvelja nakin í hjónarúminu í heila viku á hótelinu sínu í Amsterdam og fjölmiðlum var boðið að koma og taka viðtöl við þau yfir daginn. Þau vildu mótmæla og selja heimsfrið og flest öll þekkjum við friðarsúluna sem stendur stöðug í Viðey og er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfrið.

Í tilefni af þessum einstaka viðburði viljum við hjá Myllunni gefa ykkur uppskrift af ómótstæðilegri ferskri jarðarberjahnallþóru, sem svíkur engan.

Jarðarberjahnallþóra

 Jarðarberjahnallþóra ástarinnar

  • 3 stykki Vínar svampbotnar frá Myllunni
  • 500 ml. rjómi
  • 6 matskeiðar sykur
  • 2 teskeiðar vanilludropar
  • 1 askja jarðarber

Aðferð:

  1. Rjóminn, sykurinn og vanilludroparnir eru þeytt saman, þar til rjóminn er orðinn loftkenndur.
  2. Jarðarberin eru skorin niður í sneiðar.
  3. Svampbotnunum er staflað með rjómafyllingu og niðurskornum jarðarberjum dreift jafnt á milli.
  4. Rjómafyllingin er líka sett ofan á kökuna ásamt hliðunum og dreift jafnt úr rjómanum, þannig að yfirborðið sé nokkuð slétt.
  5. Í lokin eru jarðarberjasneiðum dreift ofan á tertuna til skreytingar.
  6. Berið fram og njótið!