Fara í efni

Holl næring er öllum nauðsynleg!

08.07.2024

Holl næring er öllum nauðsynleg ekki síst börnum okkar sem eru að vaxa og þroskast. Næg hreyfing er börnum mikilvæg, ekki síður en hollt og næringarríkt matarræði.

Lífskorn er góð hugmynd að vellíðan, hollu mataræði og hluti af líkamsrækt fjölskyldunnar. Lífskorn Myllunnar kemur þar inn til að undirstrika þar með mikilvægi samspils á milli matar og hreyfingu.

Lífskorn

Lífskornalína Myllunnar

Lífskornalína Myllunnar inniheldur átta mismunandi tegundir af brauði og í henni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinið og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn þitt. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Hægt er að velja um átta mismunandi tegundir af Lífskornabrauði í Lífskornafjölskyldunni.

Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum

Lífskorn, kolvetnaskert

Lífskorn, D-vítamínríkt, heilkorn og graskersfræ

Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur

Lífskorn, sólblómafræ og hörfræ

Lífskorn, tröllahafrar og chia-fræ

Lífskornabollur, tröllahöfrar og chia-fræ

Lífskornabollur, heilt hveitikorn og rúgur

Veldu það Lífskorn sem þér og þínum þykir best en í Lífskornafjölskyldunni er gott úrval sem hentar flestum. Gríptu með þér Lífskorn frá Myllunni í næstu innkaupaferð!