Fara í efni

Gríptu nýjasta Lífskornið, D-vítamínríkt og gult

15.09.2022

Nú fer sól lækkandi á lofti, laufið fölnar og næturfrostið er byrjað að láta á sér kræla. Það er á þessum tíma árs sem æskilegt er að huga því að auka inntöku á D-vítamíni þar sem við myndum það að hluta úr sólarljósi. Íbúum á norðlægum slóðum er af þessum sökum almennt ráðlagt að taka D-vítamín inn aukalega þar sem sólarljós er af skornum skammti, sérstaklega yfir haust og vetur.

Það eru ekki margar fæðutegundir sem innihalda D-vítamín. Lýsi er þekktur D-vítamíngjafi, en líka lifur, sveppir, lax, silungur og eggjarauður. Einstaka morgunkorn og mjólkurvörur geta einni verið merktar sem D-vítamínríkar.

Með lækkandi sól þá bætist núna við í heilnæmt framboð Lífskornsins nýtt brauð í gulum umbúðum - ný vara í flokki D-vítamínríkra fæðutegunda.

Nýja Lífskornið er með graskersfræjum sem eru rík uppspretta næringar- og steinefna. Með nýja D-vítamínríka Lífskorninu getur þú búið þér til vítamín bombu að eigin vali. Bættu til dæmis við eggjum, laxi eða silungi á gula Lífskornið og þú færð ríkulegan skammt af D-vítamíni að launum.

Gula Lífskornið er fimmta brauðið í fjölskyldu Lífskornsins - prófaðu hvernig þér líkar það.