Fara í efni

Þín uppáhalds Jólaterta

03.11.2025

Frá því að Jólaterturnar komu í verslanir þann 24. október sl. hefur sannkallað Jólatertu æði gripið landann, rétt eins og undanfarin ár. Sú græna er alltaf geysivinsæl, en hinar fylgja fast á eftir. Fyrir þá sem elska Jólaterturnar mælum við hjá Myllunni með Facebook hópnum „Vinir Grænu Jólatertunnar.“ Þó við segjum sjálf frá er þetta með skemmtilegri hópum á Facebook, enda mikið rætt og rýnt í Grænu Jólatertuna.

Við hjá Myllunni bjóðum upp á fjórar ljúffengar tegundir af jólatertum sem eru allar handgerðar af einstakri alúð af bakarameisturum okkar. Jólatertan í  rauðu umbúðunum er hin sígilda brúna jólaterta með smjörkremi og sultu. Í þeim grænu leynist ljúffeng brún jólaterta með smjörkremi og í hvítu umbúðunum er hvít randalína með ljúffengu sveskjumauki Myllunnar. Jólatertan í bláu umbúðunum er lungamjúk og ljúffeng hvít jólaterta með rabarbarasultu.  Smakkaðu þær allar og finndu út hver þín uppáhalds Myllu Jólaterta er!

Myllu Jólatertur | Myllan - brauð og kökur 

Veldu þína uppáhalds Jólatertu! Þú einfaldlega verður að smakka þær allar! 

Græna Jólatertan – brún jólaterta með smjörkremi

Rauða Jólatertan –  brún jólaterta með smjörkremi og hindberjasultu

Bláa Jólatertan – hvít jólaterta með rabarbarasultu

Hvíta Jólatertan – hvít jólaterta með sveskjusultu