Fara í efni

Kynntu þér úrvalið af jólavörum Myllunnar

13.11.2025

Við hjá Myllunni bjóðum upp á fjölbreytt úrval af brauðmeti og bakkelsi en okkur þykir frábært að geta einnig svarað eftirspurnum okkar góðu neytenda með því að koma fram með skemmtilegar nýjungar. Fáir tímar eru betri fyrir góðar nýjungar en einmitt jólavertíðin. Í fyrra komum við fram með smáar Jólakökur með kremi sem slógu í gegn og í ár hófum við sölu á Myllu Piparkökudeigi sem hefur vakið mikla lukku. Svo eiga Myllu Jólaterturnar allar sinn sess á heimilum landsmanna fyrir jólin.

Jólavörur Myllunnar

Jólin eru handan við hornið og aðventan nálgast óðfluga. Þá er tilvalið að grípa með sér smáu Jólakökurnar, Myllu Piparkökudeigið eða þína uppáhalds Jólatertu. Allar vörurnar geta fært þér jólin í sinni einföldustu mynd, en þó að Piparkökudeigið þurfi að baka er það ótrúlega fljótlegt og lítið mál.

Smáu jólakökurnar eru, eins og nafnið gefur til kynna, smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar eins og allar hinar smáu kökurnar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt er að grípa þær með í ferðalagið, útivistina eða hafa við hönd í kaffi- eða nestistímanum. Þær eru fullkomnar beint í munninn.

 

Myllu Piparkökudeigið þarf einungis að skera í bita, setja á ofnplötu og baka í ofni. Að bakstri loknum er hægt að skreyta þær með hvers kyns glassúr, en það er bæði hægt að búa hann til sjálfur heima eða kaupa úti í búð.

Myllu Jólaterturnar þekkir hvert mannsbarn á Íslandi (og víðar!). Þær koma í nokkrum tegundum; sú rauða er brún með sultu og kremi, sú græna er brún með kremi, sú hvíta er hvít með sveskjusultu og sú blaá er hvít með rabarbarasultu.

Gríptu með þér þína uppáhalds jólavöru frá Myllunni í næstu búðarferð.