Fara í efni

Ekta danskar smurbrauðsuppskriftir

11.11.2022

Eins og við fjölluðum um í síðustu viku þá er árstíð síldarinnar að ganga í garð. Jóla- og hátíðarsíldin kemur í verslanir um þessar mundir og fyrir eru allskonar fjölbreyttar tegundir af síld til að draga fram það besta í þessu frábæra hráefni. Kryddsíld, sinnepssíld, dillsíld, karrýsíld - allt á þetta heima á vönduðu rúgbrauði ásamt Lífskornabrauðinu frá Myllunni.

En til að gera sem mest úr þessu öllu saman er ekki úr vegi að kynna sér danska smurbrauðsgerð og ein besta vefsíðan til að fræðast um hana er hin danska Scandinavian Standard sem fer ljómandi vel yfir gleðina í kringum rúgbrauð og síld.

Reyndar taka Danir smurbrauðshefðina svo alvarlega að sennilega er smurbrauðið þjóðarréttur Dana, það er að segja þegar tekið er tillit til þess hve mikillar hylli smurbrauðið nýtur á meðal erlendra gesta þjóðarinnar.

Grunnur smurbrauðsins er alltaf legin síld sem Danir njóta gjarnan með ákavíti, helst frá Álaborg. Meðlætið með síldinni er einfalt enda þarf að reiða sig á gæði síldarinnar í þessum réttum. Algengasta meðlætið er laukur, kapers, súr epli og ferskar jurtir en á smurðu rúgbrauði er þetta vinsælasta danska smurbrauðið. Í öðru sæti er karrýsíldin en með henni er yfirleitt hafður sýrður rjómi, majónes, epli, súrsaðar gúrkur og örlítið af karríkryddi að ógleymdum lauknum sem er hafður hrár og til skrauts.

Sú þriðja og síðasta sem við nefnum hér fyrir rúgbrauðsréttina er dálítið óvenjuleg og krefst meiri undirbúnings en hún er með soðnum karftöflum, steiktum lauk, hráum lauk og sýrðum rjóma.

Með þessar þrjár uppskriftir ætti hverjum sem er reynast auðvelt að halda alvöru síldarveislu með dönsku sniði. Og munið að ölið er vinsælt með, en það þarf að sjálfsögðu ekki að vera áfengt enda nóg úrval af dýrindis óáfengu öli fáanlegt á Íslandi í dag.

Verði ykkur að góðu og njótið síldarinnar sem lengst!