Fara í efni

Fáðu sólskin í hverri sneið Lífskorns

23.09.2022

Nýja D-vítamínríka Lífskornið okkar hefur fengið góðar móttökur í verslunum undanfarna daga. Þar sem fyrsta haustlægðin er á leiðinni með lækkandi sól á lofti erum við flest meðvituð um að æskilegt er að auka D-vítamín inntöku samhliða minna sólarljósi og fjölgun haustlægða.

Á haustin er líka algengt að foreldrar fái áminningu frá skólahjúkrunarfræðingum um að nú sé tími til að fá sér meira D-vítamín og fylgja þeim skilaboðum iðuleg skýringar á að það geri okkur hollt og styrki ofnæmiskerfið.

D-vítamín er ekki aðeins mikilvægt fullorðnum heldur líka börnum þar sem það stuðlar að vexti og þroska þeirra, m.a. hvað varðar styrkleik beina.

En þar sem D-vítamín er í fáum fæðutegundum er mikilvægt að ná í það þar sem það gefst. Auk D-vítamínríka Lífskornsins fæst hið eftirsótta vítamín líka í feitum fiski eins og síld, makríl, lax og bleikju auk eggja.

Hugaðu að D-vítamínríku fæði yfir veturinn og tryggðu þér sólskin í hverri sneið með nýja gula Lífskorninu.