
Alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins er fagnað þann 1. maí ár hvert og er haldinn hátíðlegur á Íslandi líkt og í mörgum öðrum löndum. Dagurinn er tileinkaður réttindum launafólks og mikilvægi öflugrar verkalýðshreyfingar í samfélaginu.
Hefð er fyrir því að verkalýðsfélög og samtök launafólks efni til kröfugangna, útifunda og viðburða víða um land þar sem rætt er um kjör og réttindi vinnandi fólks. Áherslur dagsins snúa jafnan að kjaramálum, jafnræði, vinnuvernd og öðrum þáttum sem snerta lífskjör almennings.
Verkalýðsdagurinn er ekki aðeins dagur baráttu heldur einnig dagur samstöðu og samheldni launafólks. Margir nota tækifærið og fara í kröfugöngu þótt fyrir öðrum sé dagurinn frídagur sem gott er að eyða með fjölskyldu og vinum.
Við hjá Myllunni viljum óska landsmönnum velfarnaðar á þessum kröftuga baráttudegi.