Fara í efni

Útbúðu ómótstæðilegt „French Toast“ með Heimilisbrauði Myllunnar

29.04.2024

Heimilisbrauð Myllunnar í „French toast“ eða franskt eggjabrauð er klassík sem allir ættu að prófa sig áfram með. Frakkar eiga ótal gómsætar uppskriftir og segja vanalega Pain perdu eða „týnt brauð“ þegar átt er við French Toast.

Á Íslandi tölum við um franskt eggjabrauð eða eggjabrauð og er hægt að framreiða annað hvort sem eftirrétt með kanilsykri eða hlynsírópi, eða sem ljúffengan og fljótlegan hádegismat með salti og pipar og ljúffengri sósu með.

Heimilisbrauð Myllunnar uppfyllir óskir einstaklinga um gott og næringarríkt brauð, er klassík á borðum landsmanna og ómissandi í matargerð, sérstaklega þegar kemur að „French Toast.“ Við hjá Myllunni viljum því færa þér einfalda og bragðgóða uppskrift af þessari einstöku frönsku snilld.

„French Toast“

4 stk. Heimilisbrauðsneiðar

4 stk. egg

2 dl. rjómi

2 msk. appelsínusafi

1 msk. rifinn appelsínubörkur

½ tsk. kanill

1 tsk. vanilludropar

1 ½ tsk. hlynsírópi

Hnífsoddur salt

Íslenskt smjör (til steikingar)

Aðferð:

  1. Pískaðu egg og rjóma létt saman í skál.
  2. Bættu við appelsínusafa, kanil, vanilludropum, salti og hlynsírópi út í og hrærðu vel.
  3. Leggðu brauðsneiðarnar í skálina og snúðu þeim einu sinni við. Leyfðu brauðsneiðunum að liggja í blöndunni í u.þ.b. þrjár mínútur.
  4. Hitaðu smjörið á pönnu við miðlungshita og steiktu brauðsneiðarnar í u.þ.b tvær mínútur á hvorri hlið, eða þar til eggin eru elduð.
  5. Berðu brauðsneiðarnar fram með ferskum ávöxtum að eigin vali og hlynsírópi.