Fara í efni

Myllan styður Veganúar!

04.01.2024

Í janúar á hverju ári máta hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim sig við vegan lífstílinn, sem felst í því að forðast eftir fremsta megni hagnýtingu dýra og ofbeldi gagnvart þeim.

Nú taka margir þátt í Veganúar, sem Samtök grænkera á Íslandi hafa undanfarin ár staðið fyrir í samstarfi við alþjóðlega vegan mánuðinn „Veganuary“. Markmiðið Veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Margir taka þátt af forvitni og líta á þetta sem skemmtileg áskorun sem getur leitt til góðs og sumir taka þátt til að víkka sjóndeildarhringinn eða til að æfa sig í að draga úr neyslu á dýraafurðum og auka hlut fæðu úr jurtaríkinu.

Margir viðburðir eru í boði og fjöldi fyrirtækja taka þátt í þessum mánuði sem tengjast Veganúar og þú getur kynnt þér þetta frábæra málefni á heimasíðu Veganúar og þar getur þú líka séð dagskrána sem er í vændum.

Myllan styður Veganúar

Allir ættu að geta fundið sér vegan Myllubrauð við hæfi en í vegan flokknum okkar má finna Heimilisbrauð, allt okkar Lífskornabrauð að undantöldu kolvetnaskerta Lifskornið, Hveiti samlokubrauð, Maltbrauð, Dönsk rúgbrauð, Maltað kornbrauð, Bæjara sólkjarnabrauð, Kornbrauð, Speltbrauð, Heilkornabrauð svo eitthvað sé nefnt. Skoðaðu vegan úrvalið okkar hér!