Fara í efni

Kauptu Lífskorn í grænu umbúðunum strax í dag

22.01.2020

Lífskorn í grænum umbúðum hefur slegið í gegn á stuttum tíma en ekki er langt síðan brauðið kom á markað. Það má þakka þeim sem hugsa um heilsuna fyrir þann árangur. Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum inniheldur ekkert ger og ekkert hvítt hveiti. Brauðið er trefjaríkt en það hefur hátt hlutfall heilkorns en spelthveiti er notað í stað hvíts hveitis. Það inniheldur gott hlutfall af góðri fitu og er því frábær kostur fyrir þá sem taka skrefið aðeins lengra.

Safnaðu góðri orku, ræktaðu huga og líkama og fáðu þér Lífskorn í grænu umbúðunum strax í dag.

Myllan vinnur markvisst að því að gera gott ennþá betur í samvinnu við viðskiptavini og
neytendur. Við teljum heilsulegan ávinning felast í því að neyta heilkornavörur en í heilkornum má meðal annars finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu jafnt og minni líkum á sjúkdómum.

Hægt er að velja um fimm mismunandi tegundir af Lífskornabrauði í Lífskornafjölskyldunni. Lífskornið í appelsínugulu umbúðunum kom á markað en það er ríkt af heilkorni, chia-fræjum og tröllahöfrum. Lífskornabrauðið í fjólubláu umbúðunum kom svo á markað en það er gert úr íslensku byggi frá Þorvaldseyri og spíruðu rúgi. Lifskornið í rauðu umbúðunum er heilkornabrauð með lágu hlutfalli fitu, sykurs og salts og fullt af næringarríkum trefjum.