Nú er Eurovision loksins að ganga í garð og erum við hjá Myllunni einstaklega spennt í ár (sem og önnur ár). Tertugallerí Myllunnar býður upp á fjöldann allan af veitingum sem eru tilvalin fyrir veisluna þína. Einbeittu þér að Eurovision og pantaðu veitingarnar frá Tertugalleríinu.
Komdu gestunum skemmtilega á óvart með tertu og bollakökum með mynd. Myndirnar eru prentaðar á gæða marsípan og er myndin því fullkomlega neysluhæf.
Snittur eru fullkomnar í Eurovision partýið. Heillaðu gestina með ljúffengum og litríkum tapas- og kokteilsnittum. Hægt er að velja um fimm gerðir af tapas snittum og sjö gerðir af kokteilsnittum og þar á meðal má að sjálfsögðu finna vegan valkosti.
Franska súkkulaðitertan er ómissandi í Eurovision-veisluna en þessi þétta, mjúka og bragðgóða 15 manna terta er skreytt af alúð með súkkulaðigeli, jarðaberjum, bláberjum og súkkulaðispónum.
Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og yfir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.