Fara í efni

Jólaterturnar frá Myllunni slá í gegn

01.11.2019

Svokallað Jólatertu æði hefur verið síðan Jólaterturnar komu í búðir á degi Jólatertunnar sem var 24. október síðastliðinn og hafa Jólaterturnar vægast sagt fengið frábærar viðtökur. Fyrir þá sem elska Jólaterturnar þá mælum við hjá Myllunni með Facebook hópnum ,,Vini Grænu Jólatertunnar‘‘. Þó við segjum sjálf frá er þetta með skemmtilegri hópum á Facebook enda mikið skemmtilegt um að vera. Taktu þátt í fjörinu, skráðu þig í hópinn og njóttu aðdraganda jólanna með gómsætri Jólatertu sem bráðnar í munninum.

Við hjá Myllunni bjóðum upp á fjórar ljúffengar tegundir af jólatertum og eru þær allar handgerðar af einstakri alúð af bakarameisturum okkar. Jólatertan í  rauðu umbúðunum er hin sígilda brúna jólaterta með smjörkremi og sultu. Í þeim grænu leynist ljúffeng brún jólaterta með smjörkremi og í hvítu umbúðunum er hvít randalína með ljúffengu sveskjumauki Myllunnar. Jólatertan í bláu umbúðunum er lungamjúk og ljúffeng hvít jólaterta með rabarbarasultu.  Smakkaðu þær allar og finndu út hver þín uppáhalds Myllu Jólaterta er!

Veldu þína uppáhalds Jólatertu! Þú einfaldlega verður að smakka þær allar!
Græna Jólatertan – brún jólaterta með smjörkremi
Rauða Jólatertan – brún jólaterta með smjörkremi og hindberjasultu
Bláa Jólatertan – hvít jólaterta með rababarasultu
Hvíta Jólatertan – hvít jólaterta með sveskjusultu