Fara í efni

Nýjung hjá Tertugallerí - litlir kleinuhringir

15.06.2018

Tertugallerí Myllunnar kynnir til leiks enn eina nýjungina í vöruúrvali þeirra. Um er að ræða ljúffenga og gullfallega kleinuhringi.

Kleinuhringirnir eru litlir og koma því 30 kleinuhringir í einum bakka. Hægt er að velja um fjóra mismunandi bakka af kleinuhringjum en þar á meðal eru hinir klassísku karamellu- og súkkulaðihjúpuðu kleinuhringir ásamt nammikleinuhringjum. Nammikleinuhringirnir eru með lakkrís, Smarties og Nóa kroppi en þeir eru svo sannarlega eins bragðgóðir og þeir eru fallegir. Kleinuhringirnir henta öllum tilefnum, allt frá hversdagslegum hádegisverði yfir í hátíðlega útskrift. Skoðaðu nánar á Tertugalleríinu!

Pantið tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.