Fara í efni

Kaffimeðlæti frá Myllunni

04.08.2016

Það eru margir þeirrar skoðunar að eftir verslunarmannahelgina sé sumarið því sem næst á enda. Því er erfitt að trúa nú þegar veðrið leikur við hvern sinn fingur og enn er þessi yndislegi sumarfiðringur í loftinu. Því er þó ekki að neita að nú eru margir búnir í sumarfríi og flestir vinnustaðir að ná sínum fyrri afköstum og venjum eftir sumarfrí starfsmanna. Þá getur verið gott að ná mjúkri lendingu og hafa til dæmis eitthvað gott með kaffinu þessa fyrstu daga. Myllan býður upp á geysi gott úrval af kaffimeðlæti.

Hvort sem þú vilt sætt eða saðsamt kaffimeðlæti finnur þú eitthvað við þitt hæfi hjá Myllunni. Pizzusnúðar eru bæði gómsætir og saðsamir og Skúffukaka með lakkrís og karamellu er kærkomin með síðdegiskaffinu.

Taktu þér tíma næst þegar þú ferð í verslun til þess að skoða úrval Myllunnar og bjóddu vinnufélögunum upp á gómsæta vöru frá Myllunni í kaffinu. Það mun slá í gegn!