Fara í efni

Innköllun á smákökudeigi vegna vanmerkingar

23.10.2023

Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla Smákökudeig Evu Laufeyjar með súkkulaðibitum (vnr 1982) með best fyrir dagsetninguna 7.12.2023 vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds (pekanhnetur).

Vegna mistaka var lítill hluti framleiðslu ranglega merktur og inniheldur í raun smákökudeig Evu Laufeyjar með trönuberjum og pekanhnetum en ekki súkkulaðibitadeig.

Neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir pekanhnetum eru varaðir við að neyta vörunnar. Varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola hnetur.

Tegund innköllunar: Vara ranglega merkt, varan inniheldur pekanhnetur
Vöruheiti: Smákökudeig Evu Laufeyjar með súkkulaðibitum
Umbúðir: Filma og límmiði Nettóþyngd: 500 g
Framleiðandi: Myllan
Best fyrir: 7.12.2023
Strikanúmer: 5690568019825
Dreifing: Bónus og Hagkaups verslanir

Hægt er að skila pakkningunum í verslanir þar sem þær voru keyptar eða til Myllunnar Blikastaðavegi 2.
Frekari upplýsingar fást hjá gæðadeild Myllunnar (gaedastjori@myllan.is / s. 5102300).