Fara í efni

Vinsælasta Jólatertan er græn

06.10.2021

Ein allra vinsælasta jólavara Myllunnar er græna Jólatertan. Hún er svo vinsæl að hún á sér sérstaka aðdáendasíðu á Facebook sem heitir „Vinir grænu Jólatertunnar“. Á þessari skemmtilegu síðu má finna ýmis ráð og fróðleik um grænu Jólatertuna. Þar kemur fram að tertan ferðast víða og eru meðlimir síðunnar duglegir að mynda tertuna við ýmsar aðstæður sem skemmtilegt er að skoða. Tilvalið er að taka grænu Jólatertuna með í ferðalagið og okkur hjá Myllunni finnst gaman að sjá að viðskiptavinir okkar fara jafnvel með hana til útlanda til þess að njóta.

Græna Jólatertan á það til að seljast upp í verslunum vegna þess hversu vinsæl hún er en það er engin ástæða til að örvænta þar sem Vinir grænu Jólatertunnar á Facebook sjá um sína og láta vita hvar nóg er til af tertunni góðu.

Vertu með í fjörinu og taktu þátt í Facebook hópnum „Vinir grænu Jólaterunnar“ hér!