Fara í efni

Jólaterturnar koma í verslanir 24. október

30.09.2025

Það sem gerir aðdraganda jólanna ómissandi fyrir marga Íslendinga eru Jólaterturnar frá Myllunni. Algengt er að fólk láti sig hlakka til þegar þær koma í verslanir á degi Jólatertunnar, þann 24. október og fjölmenni í matvöruverslanir til að byrgja sig upp fyrir jólin. Hörðustu aðdáendur kaupa þær jafnvel í miklu magni og geyma í frysti yfir allt árið, en kosturinn við Jólaterturnar er að þær frystast sérstaklega vel.

Bakstur jólatertnanna er nú hafinn og keppast bakarar Myllunnar við að framkalla sama góða bragðið og gæðin og við þekkjum öll. Jólaterturnar koma í fjórum mismunandi gerðum og eru hver annarri ljúffengari. Hér getur þú fundið upplýsingar og fróðleik um jólaterturnar. 

Vinir Grænu Jólatertunnar

Græna Jólatertan er ein sú allra vinsælasta terta Myllunnar og á hún sérstaka aðdáendasíðu á Facebook sem heitir „Vinir Grænu jólatertunnar“ Á síðunni láta aðdáendur, sem eru rúmlega tvö þúsund talsins, sér hlakka til komu grænu jólatertunnar í verslanir.

Á aðdáendasíðunni eru aðdáendurnir einnig að deila með sér alls konar skemmtilegheitum og fróðleik líkt og hvar Jólatertan er til, því græna Jólatertan á það til að seljast upp. Þá eru oft góð ráð dýr og eru Vinir Grænu Jólatertunnar yfirleitt með á hreinu í hvaða verslunum hægt er að fá tertuna.