Fara í efni

Góð heilsa er allra hagur

13.02.2023

Góð heilsa er mikilvæg undirstaða lífsgæða í samfélagi okkar og hollt fæði er grunnur að almennri heilsu einstaklings s.s. líkamlegri og andlegri vellíðan, þroska, ónæmi og frammistöðu alla ævi. 

Myllan er ferskvöruframleiðandi sem skilur að samfélagið þrífst best á fjölbreyttri matarmenningu og leggjum við því áherslu á að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum, þar sem hrein náttúra og gæði fara saman og eru hráefnin í okkar vörum valin af kostgæfni og út frá gæðum. Stöðug vöruþróun Myllunnar skilar okkur íslensku úrvali af ferskvörum í besta gæðaflokki því við viljum veita viðskiptavinum okkar það besta sem völ er á hverju sinni.

Við bjóðum upp á úrvals heilkornavörur, en í heilkornum má finna góða uppsprettu af B og E vítamínum, magnesíum og trefja sem stuðla að góðri og heilbrigðri meltingu. Mikið er talað um mikilvægi heilkorna sem hluti af hollu mataræði. Kostir heilkornavara eru að þær stuðla m.a. að góðri meltingu og minnka líkur á sjúkdómum.

Lífskornalínan okkar inniheldur sjö mismunandi tegundir af brauði

Í Lífskorni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinin og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn þitt. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Þú finnur plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins í Lífskorni sem færir þér máltíð af akrinum og uppskerð hollustu og orku í gegnum amstur dagsins. Bragðaðu öll brauðin og veldu þitt uppáhalds Lífskorn.