Fara í efni

Fáðu þér Myllu Jólatertu

24.10.2018

Nú er Græna Jólatertan komin í búðir og því ber að fagna. Í síðustu viku tókum við forskot á sæluna í samstarfi með K100 en þar fékk Steini forsvarsmaður Facebook síðunnar ,,Vinir grænu jólatertunnar‘‘ Grænu jólatertuna að gjöf. Facebook síðuna má skoða hér en þar má finna trygga aðdáendur Grænu jólatertunnar.

Allar Jólaterturnar okkar eru handgerðar af mikilli alúð að bakarameisturum okkar. Græna Jólatertan er ljúffeng brún jólaterta með smjörkremi og sultu. Í hvítu umbúðunum er hvít randalína með gómsætu sveskjusultu Myllunnar. Í Rauðu umbúðunum er brún jólatertan með sultu og kremi en í bláu umbúðunum er hvít jólaterta með rabarbarasultu. Smelltu hér og kynnstu Myllu Jólatertunum betur.

Smakkaðu þær allar og finndu út hver þín uppáhalds Myllu Jólaterta er!