Fara í efni

Smakkaðu nýju Myllu-smáar Jólakökur með kremi

10.11.2023

Við hjá Myllunni bjóðum upp á fjölbreytt úrval af brauðmeti og bakkelsi og finnst okkur frábært að geta komið fram með nýjungar til að mæta óskum neytenda Myllu vara.

Fyrst hóf Myllan sölu á smáum möndlukökum og í kjölfar þess var vöruúrvalið aukið til að mæta óskum neytenda sem höfðu áhuga á að fá fleiri gerðir af smáum kökum. Þá komu til sögunnar smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum, smáar Nutella-kökur og í sumarbyrjun kynntum við smáar kökur með sítrónubragði.

Jólin eru handan við hornið og aðventan nálgast óðfluga. Þá er tilvalið að kynna enn eina nýjungina í smáum kökum Myllunnar. Um er að ræða dúnmjúka veislu af smáum Jólakökum með kremi. Smáu Jólakökurnar með kremi koma eflaust til með að færa þér jólin í sinni einföldustu mynd.

Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar eins og allar hinar smáu kökurnar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt er að grípa þær með í ferðalagið, útivistina eða hafa við hönd í kaffi- eða nestistímanum. Þær eru fullkomnar beint í munninn.

Smáar Jólakökur með kremi eru fullkomnar við hvaða tilefni og kæta jafnt unga sem og aldna. Þú einfaldlega verður að smakka þessa nýjung!